gerviaugastein


Ígræðiskort sjúklings (e. Patient Implant Card) er ætlað til skráningar á upplýsingum um gerviaugastein (e. intraocular lens) og skurðaðgerð. Ígræðiskortið inniheldur 2 hluta, einn sem útfyllist af sjúkrahúsinu sem framkvæmir skurðaðgerðina og skila skal til Bausch + Lomb (upplýsingarnar um hlutann sem á að skila eiga eingöngu við um Bandaríkin – í öllum öðrum löndum skal afhenda sjúklingnum báða hluta af ígræðiskortinu útfylltu) og annan hluta sem er afhentur sjúklingi til að halda utan um allar upplýsingar um gerviaugasteininn (þ.m.t. heiti lækningatækisins, raðnúmer, tengil á varnaðarorð og varúðarreglur sem finna má á netinu og aðrar mikilvægar upplýsingar). Að auki mun sjúklingurinn halda eftir upplýsingum með nafni sjúklingsins, dagsetningu ígræðslu og upplýsingum um heilbrigðisstofnunina eða lækninn sem framkvæmdi aðgerðina. Taflan hér fyrir neðan veitir heilbrigðisstarfsmönnum leiðbeiningar um útfyllingu ígræðiskorts sjúklingsins.